Lífið

Sir John förðunarfræðingur Beyoncé flaug til Íslands til að mæta í tryllt opnunarpartý Reykjavík Makeup School

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir (Silla) og Sara Dögg Johansen eigendur Reykjavík Makeup School ásamt Sir John
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir (Silla) og Sara Dögg Johansen eigendur Reykjavík Makeup School ásamt Sir John Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School flutti í vetur í nýtt og glæsilegt húsnæði í Vallakór í Kópavogi og héldu um helgina glæsilegt opnunarpartý að því tilefni. Öllum núverandi og útskrifuðum skólans var boðið á þennan veglega viðburð ásamt vinum og fjölskyldu Söru Daggar og Sillu eigenda skólans og samstarfsaðilum og öðrum boðsgestum. Sir John förðunarfræðingi Beyoncé var boðið í partýið og mætti hann alla leið frá Los Angeles, íslensku förðunarfræðingunum í partýinu til mikillar gleði.

Förðunarfræðingar skemmtu sér vel saman um helginaSigurjón Ragnar Sigurjónsson
Sir John er einn færasti förðunarfræðingur í heimi og er frægastur fyrir vinnu sína fyrir Beyoncé en hann hefur einnig farðað margar af stærstu stjörnum í heimi og einnig fyrir öll helstu tískutímaritin í Bandaríkjunum. Hann er núna með vinsæla sjónvarpsþæti, America´s Next Beauty Star en fyrirsætan Adriana Lima er með honum í þáttunum.

Sir John sýndi frá Íslandsheimsókn sinni á InstagramSkjáskot
Silla og Sara Dögg fengu Sir John til Íslands á síðasta ári til þess að halda hér förðunar- masterclass og var hann alveg heillaður af landinu. Vinskapur þeirra hefur blómstrað síðan þá og lét hann sig því ekki vanta til að fagna með þeim. Skemmti hann sér virkilega vel og tók vel í beiðnir gesta um myndatökur og sjálfsmyndir með honum. Um helgina náði hann einnig að fara út að borða og í Bláa lónið og fleira.

Eigendur og starfsfólk Reykjavík Makeup School.Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
Við vorum með glæsilegu jarðaberjaturnana frá Sætum Syndum með hvítu súkkulaði sem lúkkaði svo vel á borðinu ásamt makkarónuturni , ýmsum tegundum af poppi frá Astrik gourmet popcorn og svo voru auðvitað sérútbúnu bleiku Reykjavik Makeup School nammikúlurnar í skálum en Kólus hefur verið með okkur í því að útbúa þessar kúlur,“ segir Sara Dögg.

Blöðrurnar vöktu mikla athygli!Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
„Partývörur sáu svo um glæsilegu blöðruskreytingarnar en blöðrurnar með ljósaseríunum á komu virkilega vel út. Boðið var uppá sérhannaðan bleikan G&T með Gordons gin og Cherry Blossom Tonic frá Thomas Henry ásamt Somersby og Tuborg Julebryg. og Moét, Auðvitað óáfengt líka svo það gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Silla. „Þetta var ótrúlega vel heppnað og það var svo gaman að fagna með öllum förðunarfræðingunum okkar, kennurum og samstarfsaðilum skólans og okkar nánustu,“ bæta þær vinkonur við í lokin.

DJ Dóra Júlía sá um að halda uppi stemningunni.Sigurjón Ragnar Sigurjónsson
Sara Dögg og Silla segja að það séu mjög spennandi tímar framundan og ætla þær meðal annars að bæta við spennandi vörumerki við kennsluna og vörupakka nemenda hjá sér á næsta ári. Förðunarfræðin er gríðarlega vinsælt nám þessa stundina og er alltaf langur biðlisti fyrir hvert námskeið hjá þeim í Reykjavík Makeup School.



Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá þessum flotta viðburði.

Myndir/Sigurjón Ragnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×