Sport

Conor sagður hafa lamið mafíósa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gekk Conor loksins of langt?
Gekk Conor loksins of langt? vísir/getty
Conor McGregor er sagður vera í vondum málum á Írlandi, og jafnvel í lífshættu, eftir að hafa kýlt mann sem er í þekktri klíku á Írlandi.

Conor lenti í átökum á bar í Dublin síðasta sunnudag og kýldi þá meðal annars mann sem er sagður vera góðvinur Graham „The Wig“ Whelan sem er í hinni alræmdu Kinahan-klíku sem er í stríði í borginni. Mennirnir í þessari klíku eru engin lömb að leika sér við og þeir taka það alvarlega ef þeirra mönnum er ógnað eða ráðist á þá.

Hefur verið gengið svo langt að halda því fram að klíkan ætli sér að myrða Conor fyrir að hafa kýlt einn af þeirra mönnum. Dana White, forseti UFC, var spurður út í þetta mál í gær.

„Þetta getur ekki verið gott mál fyrir Conor en ég efast ekki um að það sé hægt að ná sátt í málinu. Bróðir Jake LaMotta lamdi á sínum tíma mafíósa og það náðist að róa alla þá,“ sagði White.

Forsetinn hefur einnig lent í vandræðum gegn þekktum glæpamönnum og sagðist hafa flutt til Las Vegas á sínum tíma eftir að hafa verið hótað af mafíósanum Whitey Bulger.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×