Innlent

Lækka matarverð til eldri borgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bæjarfulltrúi í Kópavogi vill minni umferðarhraða á Kársnesi.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi vill minni umferðarhraða á Kársnesi. vísir/vilhelm
Matur til eldri borgara í Kópavogs lækkar í 810 úr 1.010 krónur á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Kópavogs sem samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. 

150 milljónum verður varið í sértækar aðgerðir í leikskólum, sem fela meðal annars í sér að laun ófaglærðra hækka um 16.000 á mánuði frá og með 1. janúar.Þá lækkar álagningarhlutfall fasteignagjalda eldri borgara einnig, bæði á íbúðir og atvinnuhúsnæði að því er segir í tilkynningu frá bænum.

Á næsta ári verða námsgögn án endurgjalds í Kópavogi og frístundastyrkur til barna sem veittur er til tómstunda og íþróttaiðkunar hækkar um tíu þúsund krónur, í 50 þúsund krónur.

Framkvæmdum við íþrótta- og fimleikahús við Vatnsendaskóla lýkur á næsta ári og sömuleiðis verður hafist handa við byggingu nýs Kársnesskóla og húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. Engin lán verða tekin til framkvæmda í Kópavogi.

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar verður 824 milljónir samkvæmt áætluninni og skuldahlutfall lækkar niður í 127% í árslok. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin í samstarfi allra flokka, þriðja árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×