Innlent

Lækka matarverð til eldri borgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bæjarfulltrúi í Kópavogi vill minni umferðarhraða á Kársnesi.
Bæjarfulltrúi í Kópavogi vill minni umferðarhraða á Kársnesi. vísir/vilhelm

Matur til eldri borgara í Kópavogs lækkar í 810 úr 1.010 krónur á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Kópavogs sem samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. 

150 milljónum verður varið í sértækar aðgerðir í leikskólum, sem fela meðal annars í sér að laun ófaglærðra hækka um 16.000 á mánuði frá og með 1. janúar.Þá lækkar álagningarhlutfall fasteignagjalda eldri borgara einnig, bæði á íbúðir og atvinnuhúsnæði að því er segir í tilkynningu frá bænum.

Á næsta ári verða námsgögn án endurgjalds í Kópavogi og frístundastyrkur til barna sem veittur er til tómstunda og íþróttaiðkunar hækkar um tíu þúsund krónur, í 50 þúsund krónur.

Framkvæmdum við íþrótta- og fimleikahús við Vatnsendaskóla lýkur á næsta ári og sömuleiðis verður hafist handa við byggingu nýs Kársnesskóla og húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs. Engin lán verða tekin til framkvæmda í Kópavogi.

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar verður 824 milljónir samkvæmt áætluninni og skuldahlutfall lækkar niður í 127% í árslok. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar var unnin í samstarfi allra flokka, þriðja árið í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.