Íslenski boltinn

Yfirlýsing Blika: KR hefur ekki rætt við Breiðablik um riftun á samningi Kristins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn í leik með Breiðabliki á síðasta tímabili.
Kristinn í leik með Breiðabliki á síðasta tímabili. vísir/vilhelm
Breiðablik hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar um að félagið hafi bannað Kristni Jónssyni að æfa með KR. Vefsíðan 433.is greindi fyrst frá málinu.

Yfirlýsing Breiðabliks er svohljóðandi:

Í ljósi fréttar um að Kristni Jónssyni sé bannað að æfa með KR vill knattspyrnudeild Breiðabliks koma eftirfarandi á framfæri:

Kristinn Jónsson er samningsbundinn knattspyrnudeild Breiðabliks til áramóta. Félagið greiðir honum því laun og tryggir leikmanninn fram að þeim tíma eins og samningar kveða á um.

Hvorki Kristinn né KR hafa óskað eftir því við knattspyrnudeild Breiðabliks að þessum samningi sé rift eða að KR taki yfir skuldbindingar Breiðabliks gagnvart Kristni.

Samningur Kristins við Breiðablik rennur út 1. janúar næstkomandi. Í samtali við 433.is sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að KR-ingar og Kristinn hefðu reynt að tala við Breiðablik en án árangurs.

„Hann er samningsbundinn Breiðabliki til 1. janúar, þeir hafa ekki gefið honum leyfi til að æfa með okkur. Þannig er staðan,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við 433.is.

„Við höfum reynt að tala við Breiðablik og Kristinn hefur reynt það líka en án árangurs. Blikar eru í fullum rétti á að gera þetta.“

Kristinn er einn þriggja leikmanna sem KR hefur fengið eftir að síðasta tímabili lauk. Hinir eru Björgvin Stefánsson og Pablo Punyed.


Tengdar fréttir

Kristinn má ekki æfa með KR

Kristinn Jónsson, einn af nýju leikmönnunum í KR, má ekki æfa né spila með liðinu fyrr en á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×