Viðskipti innlent

Asbest fannst í sandblásturssandi

Atli Ísleifsson skrifar
Colad - AirTec Blasting Materia-3010 (vnr. 041 3010).
Colad - AirTec Blasting Materia-3010 (vnr. 041 3010). Vinnueftirlitið
Vinnueftirlitið hefur tilkynnt um bann við notkun á sandblásturssandi, Colad - AirTec Blasting Materia-3010 (vnr. 041 3010) og Eurogrit aluminium silicate blasting grit eftir að snefilmagn af asbesti (krýsótíli) fannst í vörunum.

Í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu segir að sandurinn sæe notaður til sandblásturs málma í ýmsum iðnaði.

„Colad sandurinn er fluttur inn af Poulsen ehf. frá hollenska fyrirtækinu EMM sem kaupir hann af framleiðandanum Sibelco, sem einnig er þekktur undir nafninu Eurogrit, en Verkvík-Sandtak flytur inn samskonar sand beint frá Sibelco til eigin nota.

Poulsen, sem hefur selt sandinn til fjölda fyrirtækja og annarra notenda, hefur stöðvað sölu á sandinum og beðið kaupendur að endursenda allar birgðir af honum. Varan er seld í 25 kg plastfötum.

Vinnueftirlitið leggur áherslu á að þeir sem notað hafa sandinn, meðhöndlað hann eða verið í nálægð hans við notkun eru ekki í alvarlegri heilsufarshættu þar sem magn asbestsins er mjög lítið en mælingar á sandi sem framleiddur var á milli júní 2016 og júní 2017 sýna að styrkur asbests var á milli 1,6 og 4,4 mg/kg í þurrefni (0,00016 til 0,00044%) en sem varúðarráðstöfun bannar Vinnueftirlitið notkun á honum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×