Íslenski boltinn

Ray Anthony tekur við Grindavík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ray Anthony í baráttu við sjálfan David Beckham í leik filipseyska landsliðsins og LA Galaxy fyrir nokkrum árum.
Ray Anthony í baráttu við sjálfan David Beckham í leik filipseyska landsliðsins og LA Galaxy fyrir nokkrum árum. vísir/ap

Ray Anthony Jónsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík í gær. Fótbolti.net greinir frá.

Ray Anthony er öllum hnútum kunnugur í Grindavík en hann lék lengi með karlaliði félagsins. Ray Anthony lék einnig með Keflavík, Völsungi, GG og Global á Filippseyjum.

Móðir Rays Anthony er frá Filippseyjum og hann lék á sínum tíma yfir 30 leiki fyrir filippseyska landsliðið.

Grindavík endaði í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili. Að því loknu hætti Róbert Haraldsson sem þjálfari liðsins.

Nihad Hasecic, fyrrverandi þjálfari Sindra, verður Ray Anthony til aðstoðar að því er fram kemur í frétt Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Stjarna Filippseyinga tryggði sér treyju Beckhams á blaðamannafundi

Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur verið á ferð og flugi síðastliðið ár með landsliði Filippseyja. Bakvörðurinn hefur lent í ýmsum skemmtilegum ævintýrum á árinu og á dögunum hlotnaðist honum sá heiður að spila gegn David Beckham. Ray gaf ofurstjörnunni óvart olnbogaskot í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.