Viðskipti innlent

Hundruð milljóna króna gjaldþrot hjá Vélfangi sem enn stendur vaktina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vélfang er staðsett við Gylfaflöt í Grafarvogi.
Vélfang er staðsett við Gylfaflöt í Grafarvogi. Já.is
Skiptum á búinu VF45 ehf. er lokið en félagið seldi landbúnaðarvélar og tengd tæki fram að gjaldþroti árið 2010. Greiddust tæplega 22 milljónir króna upp í samþykktar kröfur sem samtals námu 348 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 484 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Félagið VF 45 ehf. seldi vélarnar undir merkjum Vélfangs sem enn selur landbúnaðarvélar á annarri kennitölu, við Gylfaflöt 32 í Grafarvogi.

Á heimasíðu Vélfangs segir að fyrirtækið hafi verið stofnað í mars 2004 af þeim Eyjólfi Pétri Pálmasyni, Skarphéðni K. Erlingssyni, Stefáni G. Ármannssyni og Þórði Jónssyni. Mikill vöxtur hafi verið hjá fyrirtækinu frá stofnun þess í febrúar 2005, að því er segir á heimasíðunni.

Eyjólfur Pétur vildi ekki tjá sig um gjaldþrotið í samtali við Viðskiptablaðið í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×