Sport

Það verður ekkert af bardaga Holloway og Edgar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holloway með beltið sitt er hann snéri heim til Hawaii sem meistari.
Holloway með beltið sitt er hann snéri heim til Hawaii sem meistari. vísir/getty
Enn og aftur dynja ömurleg meiðslatíðindi yfir í aðdraganda risabardaga hjá UFC.

Max Holloway átti að verja beltið sitt í fjaðurvigt þann 2. desember næstkomandi í Detroit. Hann átti að mæta Frankie Edgar í þeim bardaga og var mikil tilhlökkun fyrir bardaganum.

Nú er ljóst að ekki verður af bardaganum þar sem Edgar er meiddur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað sé að Edgar en hann þarf ekki að fara í aðgerð og á að vera tilbúinn eftir tólf vikur.

Holloway er á sögulegri siglingu hjá UFC enda búinn að vinna ellefu bardaga í röð.

Það hefur ekki enn verið tekin endanleg ákvörðun um hvort Holloway berjist það kvöld. Ef hann berst er líklegast að það verði gegn Cub Swanson sem er búinn að vinna fjóra bardaga í röð. Swanson segist vera klár í slaginn.

Svo má auðvitað ekki gleyma Jose Aldo sem Holloway tók beltið af. Hann vill fá tækifæri til þess að ná beltinu aftur.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×