Íslenski boltinn

Emil Pálsson verður liðsfélagi Ingvars hjá Sandefjord

Magnús Bjarnason skrifar
Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki.
Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Vísir/Stefán

Emil Pálsson, miðjumaður FH, verður liðsfélagi Ingvars Jónssonar í Sandefjord, Noregi, en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Emil gengur í raðir liðsins um áramót þegar að samningur hans við FH rennur út. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

Hinn 24 ára gamli Emil þreytti frumraun sína í meistaraflokki með BÍ/Bolungarvík árið 2008 og spilaði þar allt til ársins 2011 þegar hann gekk í raðir FH.
 
Emil var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2015. Spilaði hann þá fyrri hluta sumars með Fjölni þar sem hann var á láni áður en hann snéri aftur í FH og átti stóran þátt í að liðið landaði Íslandsmeistaratitlinum. Líkt og allt lið FH náði hann sér hins vegar ekki jafn vel á strik í sumar.

Þegar að tvær umferðir eftir af norsku úrvalsdeildinni sitja Sandefjord í 10. sæti, öruggir með áframhaldandi sæti í úrvaldsdeild. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.