Íslenski boltinn

Arnar verður aðstoðarmaður Loga hjá Víkingum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Logi fær nýjan aðstoðarmann.
Logi fær nýjan aðstoðarmann. vísir/vilhelm

Arnar Gunnlaugsson verður aðstoðarmaður Loga Ólafssonar hjá Víkingum í Reykjavík en hann tekur við stöðunni af Bjarna Guðjónssyni sem fór nýlega úr þjálfarateymi Víkings yfir til KR á ný.

Arnar er öllum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum kunnugur en hann lék á sínum tíma í fjölmörg ár í atvinnumennsku, þ.á.m. í ensku úrvalsdeildinni en hann á einnig að baki 32 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá KR undanfarna átján mánuði en hann bættist við þjálfarateymið er Bjarni Guðjónsson stýrði liði KR í júlí 2016.

Stuttu síðar var Bjarna sagt upp og tók Willum Þór Þórsson við liðinu en Arnar var honum til aðstoðar á nýafstöðnu tímabili.

Eftir að Willum ákvað að hætta með KR hætti Arnar störfum hjá félaginu en Rúnar Kristinsson tók síðar við liðinu og réð þá Bjarna og Kristján Finnbogason sér til aðstoðar.

Arnar tekur því stöðu Bjarna sem aðstoðarþjálfari Loga hjá Víkingum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.