Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Dýrir tapaðir boltar hjá Stjörnunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Stjarnan tapaði fyrir nýliðum Vals 110-104 í framlengdum leik í Valshöllinni í gærkvöld.

Valsmenn jöfnuðu leikinn á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma og voru svo sterkari í framlengingunni.

Stjarnan hefur ekki verið sannfærandi það sem af er tímabils, en eins og staðan er í dag kæmist liðið ekki í úrslitakeppnina.

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu Stjörnuna, og ástandið þar, í gær.

„Þetta er algjört efnahagshrun,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson.

„Svo ódýrir tapaðir boltar, 16 svoleiðis. Af þeim hafa örugglega verið 8-9 sem voru algjört prump,“ sagði Hermann Hauksson.

Stjarnan er með 14 bolta tapaða að meðaltali í leik í þeim sex leikjum sem búnir eru.

„Skref er ein tegund af töpuðum boltum. En að henda boltanum á andstæðing þar sem hann grípur boltann í átt að körfunni þinni, það eru eiginlega tvö gefin stig,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Þetta eru dýrir tapaðir boltar.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.