Körfubolti

Framlengingin: Auðvitað þarf KR að fara að hafa áhyggjur | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem farið er snöggt yfir helstu atvik liðinnar umferðar í Domino's deild karla.

Í þætti föstudagsins voru þeir Kristinn Geir Friðriksson og Hermann Hauksson honum Kjartani Atla til aðstoðar.

Fyrst tóku þeir fyrir hvort afrekið væri stærra, ÍR að klára sinn leik án Matthíasar Orra eða hvort sigur Stólanna í Keflavík án Antonio Hester væri merkilegri.

Síðar í þættinum var rætt næsta skref hjá Stólunum, hvort þeir myndu bæta við öðrum erlendum leikmenni þar sem Hester verður frá næstu mánuði.

Þaðan var farið í að rýna í afhverju Valsmenn væru jafn duglegir að glutra niður forskoti og raun ber vitni og hvort nágrannar þeirra í KR þurfi að hafa áhyggjur.

Að lokum ræddu þeir stöðu mála hjá gamla félagi Kjartans í Stjörnunni eftir óvænt tap gegn Valsliðinu en myndband frá þessu má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×