Golf

Í hugleiðslu í Víetnam

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn er dugleg að stunda hugleiðslu.
Ólafía Þórunn er dugleg að stunda hugleiðslu. vísir/getty
Ólafía tók sér frí á meðan fjórða mótið í Asíusveiflunni, mót í Japan, fór fram. Á meðan varði hún vikunni í Víetnam, á stað þar sem hún gat einbeitt sér að hugleiðslu og jóga.

Ólafía, sem hefur áður greint frá því að hugleiðsla sé hluti af hennar undirbúningi, segir að það hafi haft mikið að segja.

„Fyrstu tvo dagana á mótinu í Kína púttaði ég ótrúlega vel. Það fór allt ofan í. Ég fann eitthvað – komst í „zen-ið“ mitt,“ segir hún í léttum dúr en Ólafía segir að þessi fræði hafi reynst henni afar vel.

„Ég hef náð að bæta mig mikið með því að lesa mikið um hugleiðslu og þess háttar mál. Það skiptir mig miklu máli að vera í núinu.“


Tengdar fréttir

Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér ekki aðeins áframhaldandi þátttökurétt á sterkustu mótaröð heims, heldur einnig sæti í efsta forgangsflokki sem og þátttökurétt á lokamóti ársins. Þar fá aðeins bestu kylfingar heims að keppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×