Erlent

Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar á svæðinu hafa margir fluið heimili sín og halda til á götum úti.
Íbúar á svæðinu hafa margir fluið heimili sín og halda til á götum úti. Vísir/AFP
Fjöldi manns hefur látið lífið eftir sterkan jarðskjálfta sem skall á í Írak og Íran nú í kvöld. Minnst 61 er sagður hafa látið lífið í Íran og minnst fjórir í Írak. Líklegt þykir að tala látinna muni hækka til muna. Skjálftinn var 7,3 stig og fannst einnig í Tyrklandi og Ísrael.



Enn sem komið eru takmarkaðar upplýsingar á kreiki en samkvæmt frétt BBC flúðu íbúar á svæðinu heimili sín og halda til á götum úti.



Yfirvöld í Íran hafa sent björgunarsveitir til vesturhluta landsins en mikið tjón hefur verið tilkynnt í minnst átta þorpum. Hundruð eru sögð hafa slasast og rafmagnslaust er á stórum svæðum. Í Írak þar sem áhrif skjálftans voru hvað mest urðu miklar skemmdir á stærsta sjúkrahúsi svæðisins og er rafmagnslaust þar einnig, samkvæmt frétt Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×