Innlent

„Rétt að vara sig á hálkunni“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er rétt að flýta sér hægt í umferðinni næstu daga.
Það er rétt að flýta sér hægt í umferðinni næstu daga.

Veðurstofan gerir ráð fyrir ákveðinn suðvestanátt, víða 8 til 15 m/s, og skúrum eða éljum í dag en að það muni létta til austanlands. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig.

Jafnframt er gert ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Þó kunni að kólna og „það er því rétt að vara sig á hálkunni“ eins og segir á vef Veðurstofunnar.

Vegagerðin varaði að sama skapi við hálku í gærkvöldi. Á vef hennar segir:

Lokað er um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli eins er lokað um Krísuvíkurleið. Þæfingur og éljagangur er á Mosfellsheiði. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlandi.

Það er hálka, hálkublettir, snjóþekja og éljagangur á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð á Hólasandi og Dettifossvegi.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en hálka eða hálkublettir víða með Suðausturströndinni

Á miðvikudag er útlit fyrir sunnan golu eða kalda. Dálítil él á Suður- og Vesturlandi, síðar slydda eða snjókoma. Úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars vægt frost.
Á fimmtudag snýst hann líklega í norðanátt, með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. 

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og dálítil él S- og V-lands, en slydda eða snjókoma síðdegis. Skýjað með köflum og þurrt á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars víða 0 til 5 stiga frost. 

Á fimmtudag:
Norðlæg átt. Úrkomulítið SV-lands, annars víða snjókoma en slydda eða rigning við ströndina. Hiti kringum frostmark. 

Á föstudag:
Norðvestanátt og snjókoma eða él á N- og A-landi, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi. 

Á laugardag:
Norðanátt og skúrir eða él N-til á landinu, en þurrt sunnan heiða. Hiti 0 til 5 stig. 

Á sunnudag:
Breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.