Innlent

„Rétt að vara sig á hálkunni“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er rétt að flýta sér hægt í umferðinni næstu daga.
Það er rétt að flýta sér hægt í umferðinni næstu daga.
Veðurstofan gerir ráð fyrir ákveðinn suðvestanátt, víða 8 til 15 m/s, og skúrum eða éljum í dag en að það muni létta til austanlands. Hitinn verður á bilinu 0 til 5 stig.

Jafnframt er gert ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Þó kunni að kólna og „það er því rétt að vara sig á hálkunni“ eins og segir á vef Veðurstofunnar.

Vegagerðin varaði að sama skapi við hálku í gærkvöldi. Á vef hennar segir:

Lokað er um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli eins er lokað um Krísuvíkurleið. Þæfingur og éljagangur er á Mosfellsheiði. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlandi.

Það er hálka, hálkublettir, snjóþekja og éljagangur á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð á Hólasandi og Dettifossvegi.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi en hálka eða hálkublettir víða með Suðausturströndinni

Á miðvikudag er útlit fyrir sunnan golu eða kalda. Dálítil él á Suður- og Vesturlandi, síðar slydda eða snjókoma. Úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars vægt frost.

Á fimmtudag snýst hann líklega í norðanátt, með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á þriðjudag:

Suðvestan 5-13 og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. 

Á miðvikudag:

Suðlæg átt og dálítil él S- og V-lands, en slydda eða snjókoma síðdegis. Skýjað með köflum og þurrt á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig syðst, annars víða 0 til 5 stiga frost. 

Á fimmtudag:

Norðlæg átt. Úrkomulítið SV-lands, annars víða snjókoma en slydda eða rigning við ströndina. Hiti kringum frostmark. 

Á föstudag:

Norðvestanátt og snjókoma eða él á N- og A-landi, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi. 

Á laugardag:

Norðanátt og skúrir eða él N-til á landinu, en þurrt sunnan heiða. Hiti 0 til 5 stig. 

Á sunnudag:

Breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×