Körfubolti

Tólfti sigur Boston í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Al Horford og félagar hafa unnið 12 leiki í röð.
Al Horford og félagar hafa unnið 12 leiki í röð. vísir/getty

Sigurganga Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram en í gær vann liðið Toronto Raptors með minnsta mun, 95-94, á heimavelli. Þetta var tólfti sigur Boston í röð.

Al Horford skoraði 21 stig fyrir Boston. Jaylen Brown kom næstur með 18 stig.

DeMar DeRozan skoraði 24 stig fyrir Toronto. Hann fékk tækifæri til að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum en skot hans geigaði.

Þrír aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Spútniklið Detroit Pistons lagði Miami Heat að velli, 112-103. Detroit hefur unnið 10 af fyrstu 13 leikjum sínum á tímabilinu.

Tobias Harris skoraði 25 stig fyrir Detroit og Avery Bradley 24. Hassan Whiteside var með 20 stig og 12 fráköst í liði Miami.

Houston Rockets, efsta lið Vesturdeildarinnar, bar sigurorð af Indiana Pacers, 95-118, á útivelli.

James Harden skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Houston sem hefur unnið 11 af 14 leikjum sínum í vetur. Clint Capela skoraði 20 stig og reif niður 17 fráköst.

Oklahoma City Thunder vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Dallas Mavericks að velli, 112-99.

Paul George var stigahæstur í liði Oklahoma með 37 stig. Hann hefur skorað samtals 79 stig í síðustu tveimur leikjum Oklahoma.

Úrslitin í nótt:
Boston 95-94 Toronto
Detroit 112-103 Miami
Indiana 95-118 Houston
Oklahoma 112-99 Dallas

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.