Enski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Man. Utd. glímir við krabbamein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liam Miller var tvö ár í herbúðum Manchester United.
Liam Miller var tvö ár í herbúðum Manchester United. vísir/getty

Liam Miller, fyrrverandi leikmaður Manchester United, glímir við krabbamein.

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Miller hafi greinst með krabbamein í brisi og hafi gengist undir meðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann er nú kominn aftur heim og hefur lyfjameðferð á morgun.

Miller, sem er 36 ára, hóf ferilinn hjá Celtic en var keyptur til United árið 2004. Hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá United og lék aðeins 22 leiki fyrir félagið.

Miller spilaði síðar með Leeds United, Sunderland og QPR. Síðustu ár ferilsins spilaði hann svo í Skotlandi og Ástralíu.

Miller lék 21 landsleik fyrir Írland á árunum 2004-09.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.