Enski boltinn

Fyrrverandi leikmaður Man. Utd. glímir við krabbamein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liam Miller var tvö ár í herbúðum Manchester United.
Liam Miller var tvö ár í herbúðum Manchester United. vísir/getty
Liam Miller, fyrrverandi leikmaður Manchester United, glímir við krabbamein.

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Miller hafi greinst með krabbamein í brisi og hafi gengist undir meðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann er nú kominn aftur heim og hefur lyfjameðferð á morgun.

Miller, sem er 36 ára, hóf ferilinn hjá Celtic en var keyptur til United árið 2004. Hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá United og lék aðeins 22 leiki fyrir félagið.

Miller spilaði síðar með Leeds United, Sunderland og QPR. Síðustu ár ferilsins spilaði hann svo í Skotlandi og Ástralíu.

Miller lék 21 landsleik fyrir Írland á árunum 2004-09.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×