Enski boltinn

Eigendur Leicester sagðir skulda rúma fjörutíu milljarða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Srivaddhanaprabha fagnar hér enska meistaratitlinum með strákunum í Leicester.
Srivaddhanaprabha fagnar hér enska meistaratitlinum með strákunum í Leicester. vísir/getty

Eigendur enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið kærðir vegna skuldar við tælenska ríkið. BBC greindi frá þessu í dag.

Kæran var borin fyrir rétt í Bangkok í dag og stefnir tælenska ríkið fyrirtækinu King Power International fyrir 323 milljónum punda.

Í kærunni segir að King Power skuldi tælenska ríkinu 14 milljarða tælensk baht, eða tæpa 44 milljarða íslenskra króna, vegna fríhafnarverslunar fyrirtækisins frá árinu 2006.

Málsmeðferð mun hefjast í febrúar þegar rétturinn heyrir vitnisburði í málinu.

King Power er í eigu Vichai Srivaddhanaprabha sem keypti Leicester árið 2010. Fyrirtækið á einnig belgíska félagið OH Leuven og er hluthafi í flugvélaginu AirAsia.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.