Enski boltinn

Eigendur Leicester sagðir skulda rúma fjörutíu milljarða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Srivaddhanaprabha fagnar hér enska meistaratitlinum með strákunum í Leicester.
Srivaddhanaprabha fagnar hér enska meistaratitlinum með strákunum í Leicester. vísir/getty
Eigendur enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið kærðir vegna skuldar við tælenska ríkið. BBC greindi frá þessu í dag.

Kæran var borin fyrir rétt í Bangkok í dag og stefnir tælenska ríkið fyrirtækinu King Power International fyrir 323 milljónum punda.

Í kærunni segir að King Power skuldi tælenska ríkinu 14 milljarða tælensk baht, eða tæpa 44 milljarða íslenskra króna, vegna fríhafnarverslunar fyrirtækisins frá árinu 2006.

Málsmeðferð mun hefjast í febrúar þegar rétturinn heyrir vitnisburði í málinu.

King Power er í eigu Vichai Srivaddhanaprabha sem keypti Leicester árið 2010. Fyrirtækið á einnig belgíska félagið OH Leuven og er hluthafi í flugvélaginu AirAsia.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×