Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Kviknaði í netinu hjá Pétri Rúnari

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Pétur Rúnar Birgisson átti magnaðan þriðja leikhluta í sigri Tindastóls á Keflavík í sjöttu umferðar Domino's deildar karla.

„Þið sem eruð í eldri kantinum munið kannski eftir tölvuleiknum NBA Jam þegar maður hitti nokkrum í röð og það kviknaði í netinu. Það var smá þannig stemming í gær [á fimmtudaginn] hjá Pétri Rúnari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um frammistöðu Péturs í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið.

Pétur skoraði 26 stig í leiknum, þar af 21 í þriðja leikhluta og 19 þeirra komu í röð, án þess að liðsfélagi hans næði að skora inn á milli.

„Frábær leikmaður,“ sagði Hermann Hauksson, einn sérfræðinga þáttarins. „Það er mikið talað um hann og Sigtrygg. Nú er Pétur búinn að vera maðurinn í nokkur ár og svo kemur Sigtryggur og hann er að spila frábærlega.“

„Hann er ekkert að hugsa út í þetta. Hann kemur bara í alla leiki og gefur 100 prósent.“

Kjartan Atli tók undir þetta. „Það tekur þá tíma að slípa sig saman. Tímabilið er bara nýbyrjað.“

Antonio Hester meiddist illa í leiknum, og seinna kom í ljós að hann hefði brotnað á ökkla. Hinir leikmenn Tindastóls stigu upp við það og sýndu gæði sín.

„Tindastóll er bara ofboðslega þétt lið,“ sagði Hermann og Kristinn Geir Friðriksson sagði þetta bestu frammistöðu Tindastóls í vetur.


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist

Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.