Bíó og sjónvarp

John Oliver: Þrjár hættulegar aðferðir sem Trump notar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Að skrúbba kol með svampi er ekki ein af aðferðunum hættulegu sem Oliver bendir á.
Að skrúbba kol með svampi er ekki ein af aðferðunum hættulegu sem Oliver bendir á.
Í síðasta þætti Last Week Tonight tók John Oliver fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í tilefni þess að í síðustu viku var eitt ár frá því að sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Trump er umdeildur forseti og vekja orð hans oftar en ekki mikla athygli, sem og furðu. Gagnrýni á störf hans virðist þó ekki hafa mikil áhrif á hann en í þættinum fer Oliver yfir þrjú atriði sem Trump beitir til þess að standa af sér gagnrýni. Þá fer hann einnig yfir hvernig þessar aðferðir, sem Oliver telur að séu hættulegar fyrir lýðræðið, hafa lekið yfir í opinbera umræða. Þessar þrjár aðferðir eru eftirfarandi

  • Bæta böl með því að benda á eitthvað annað
  • Grafa undan fjölmiðlum
  • Tröllaskapur (Trolling)
Í þættinum fer Oliver einnig yfir ræður Trump og hvernig þær séu mörgu leyti óskiljanlegar þegar þær eru lesnar. Til að sýna fram á það notar Oliver meðal annars skilaboðaforritið sem finna má í iPhone til þess að búa til handahófskenndan texta sem fljótt á litið virðist skiljanlegri en margar ræður Trump.

Þáttur Oliver er nú í hléi fram á næsta ár en þangað til hefur Oliver keypt auglýsingar á sjónvarpsstöðina Fox News, sem Trump horfir reglulega á, til þess að fræða hann um ýmis grundvallaratriði sem forseta Bandaríkjanna er hollt að hafa í huga.

Sjá má innslagið hér fyrir neðan. Last Week Tonight er á dagskrár Stöðvar 2 á þriðjudögum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×