Handbolti

Janus Daði tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska.
Janus Daði í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska. vísir/eyþór
Janus Daði Smárason, leikmaður Danmerkurmeistara Aalborg, er einn þeirra sem koma til greina sem leikmaður 7. umferðar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Janus skoraði átta mörk þegar Aalborg laut í lægra haldi, 30-34, fyrir Kielce í B-riðli í gær.

Þetta er það mesta sem Janus hefur skorað í einum leik í Meistaradeildinni í vetur. Hann hefur alls skorað 19 mörk í sex leikjum. Aalborg, sem Aron Kristjánsson þjálfar, er enn án stiga í B-riðli.

Janus er á sínu fyrsta heila tímabili hjá Aalborg. Hann gekk í raðir liðsins frá Haukum eftir HM í janúar og varð danskur meistari með því í vor.

Hægt er að kjósa Janus sem besta leikmann umferðarinnar með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má svo sjá helstu tilþrif Janusar úr leiknum gegn Kielce.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×