Lífið

Sjáðu öll atriðin í lokaþættinum: Kórarnir settu allir í fimmta gír

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt lokakvöld.
Rosalegt lokakvöld. vísir/daníel þór

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í beinni útsendingu í gær og hlaut kórinn fjórar milljónir króna í sigurlaun. Karlakór Bólstaðarhlíðarhreppssigraði í símakosningu þar sem rúmlega 40 þúsund atkvæði voru greidd.

Kórar Íslands er skemmtiþáttur sem var á dagskrá Stöðvar 2 í fyrsta skipti í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, var kynnir þáttanna. Dómnefndina skipuðu tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.

Kórarnir sem kepptu til sigurs voru Vox, Felix, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Gospelkór Jón Vídalíns, Spectrum, Kór Lindakirkju og Karlakórinn Esja.

Hér að neðan má sjá atriðin sex frá því í gærkvöldi og hvernig kórarnr sex stóðu sig.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Karlakórinn Esja

Vox Felix

Spectrum

Kór Lindakirkju

Gospelkór Jóns VídalínsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.