Enski boltinn

Faðir Loftus-Cheek gagnrýnir Mourinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Loftus-Cheek þótti standa sig vel í sínum fyrsta landsleik fyrir England.
Ruben Loftus-Cheek þótti standa sig vel í sínum fyrsta landsleik fyrir England. vísir/getty

Faðir Ruben Loftus-Cheek gagnrýnir José Mourinho og segir hann ekki hafa gefið stráknum nógu mörg tækifæri hjá Chelsea.

Loftus-Cheek, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Þýskalandi í síðustu viku, lék undir stjórn Mourinhos hjá Chelsea á árunum 2014-15.

Tækifærin voru af skornum skammti en Loftus-Cheek lék aðeins níu leiki fyrir Chelsea á meðan Mourinho var þar við stjórnvölinn.

„Mourinho hélt aftur af honum,“ sagði Trevor Loftus-Cheek, faðir Rubens, í samtali við Daily Mail.

„Hann hefði átt að spila. Allir á bak við tjöldin spurðu af hverju hann fengi ekki að spila. Ef Ruben væri að spila fyrir Mauricio Pochettino ætti hann 70-90 aðalliðsleiki.“

Loftus-Cheek fékk ekki heldur mörg tækifæri hjá Antonio Conte og fyrir þetta tímabil var hann lánaður til Crystal Palace. Loftus-Cheek hefur leikið átta leiki fyrir Palace á tímabilinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.