Enski boltinn

Faðir Loftus-Cheek gagnrýnir Mourinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Loftus-Cheek þótti standa sig vel í sínum fyrsta landsleik fyrir England.
Ruben Loftus-Cheek þótti standa sig vel í sínum fyrsta landsleik fyrir England. vísir/getty
Faðir Ruben Loftus-Cheek gagnrýnir José Mourinho og segir hann ekki hafa gefið stráknum nógu mörg tækifæri hjá Chelsea.

Loftus-Cheek, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Þýskalandi í síðustu viku, lék undir stjórn Mourinhos hjá Chelsea á árunum 2014-15.

Tækifærin voru af skornum skammti en Loftus-Cheek lék aðeins níu leiki fyrir Chelsea á meðan Mourinho var þar við stjórnvölinn.

„Mourinho hélt aftur af honum,“ sagði Trevor Loftus-Cheek, faðir Rubens, í samtali við Daily Mail.

„Hann hefði átt að spila. Allir á bak við tjöldin spurðu af hverju hann fengi ekki að spila. Ef Ruben væri að spila fyrir Mauricio Pochettino ætti hann 70-90 aðalliðsleiki.“

Loftus-Cheek fékk ekki heldur mörg tækifæri hjá Antonio Conte og fyrir þetta tímabil var hann lánaður til Crystal Palace. Loftus-Cheek hefur leikið átta leiki fyrir Palace á tímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×