Enski boltinn

Fyrrum landsliðsmaður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Scholes, Danny Murphy og Trevor Sinclair að störfum fyrir breska ríkissjónvarpið
Paul Scholes, Danny Murphy og Trevor Sinclair að störfum fyrir breska ríkissjónvarpið

Trevor Sinclair, fyrrum leikmaður Manchester City og fótboltasérfræðingur BBC, var handtekinn í gærkvöld.

Lögreglan í Lancashire var kölluð að heimili Sinclair í Lytham í norður Englandi vegna kvartana um hávaða.

Talsmaður lögreglunnar sagði að þegar lögregluna bar að garði hafi maðurinn yfirgefið heimilið í bifreið sinni.

Stuttu seinna hafi lögreglan fundið bifreiðina eftir að hún hafi átt í samstuði við kvenkyns vegfaranda sem hlaut minniháttar áverka.

Ökumaðurinn, sem nú hefur verið nafngreindur sem Sinclair, var handtekinn á staðnum vegna gruns um akstur undir áhrifum og líkamsárás.

Sinclair spilaði fyrir City, West Ham, QPR og Blackpool á ferli sínum sem og 12 landsleiki fyrir England.

Sinclair tók til samfélagsmiðla í gærkvöld og lýsti yfir óánægju sinni með að lögreglan var kölluð til heimilis hans og sagðist vera fórnarlamb kynþáttafordóma.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.