Lífið

Jeremy Clarkson kynnir nýtt fyrsta farrými hjá Emirates

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínt að vera á fyrsta farrými hjá Emirates.
Fínt að vera á fyrsta farrými hjá Emirates.

Flugfélagið Emirates hefur nú kynnt til sögunnar glænýjar aðstæður í fyrsta farrými í Boeing-vélum þeirra og minnir það í raun frekar á hótelherbergi en flugsæti.

Fyrsta farrýmið er þitt eigið herbergi inni í vélinni þar sem hægt er að horfa á 32 tommu sjónvarp, borða dýrindis mat og sofa við mikil þægindi.

Daily-Mail greinir frá þessu en flugmiðinn kostar um 7000 pund eða því sem samsvarar tæplega einni milljón króna.

Flugfélagið kynnti þessa nýjung á dögunum með laglegum myndböndum sem sjá má hér að neðan. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Jeremy Clarkson kynnti farrýmið til leiks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.