Körfubolti

Trump bað forseta Kína um aðstoð vegna Ball-bróðurins og félaga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trump og Jinping laufléttir síðasta föstudag.
Trump og Jinping laufléttir síðasta föstudag. vísir/getty

LiAngelo Ball, sonur athyglissjúka körfuboltapabbans LaVar, var handtekinn í Kína á dögunum ásamt tveimur félögum sínum í körfuboltaliði UCLA-háskólans.

Þeir voru að reyna að stela sólgleraugum í Louis Vuitton-búð. Það eru þungar refsingar við búðarþjófnaði í Kína.

Málið hefur vakið heimsathygli og ekki síst í ljósi þess að einn hinna handteknu sé sonur LaVar Ball.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti Xi Jinping, forseta Kína, í Peking á dögunum og tók þá málið upp við hann. Trump bað forseta Kína um aðstoð í máli UCLA-drengjanna.

Jinping lofaði Trump því að UCLA-drengirnir myndu fá sanngjarna meðhöndlun hjá kínverskum yfirvöldum.

Ferðalagi UCLA í Kína er lokið og liðið spilaði sinn fyrsta leik um nýliðna helgi en án þremenninganna sem eru enn fastir í Kína og ómögulegt að segja hvenær þeir komast heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.