Handbolti

Hreiðar: Aldrei þurft að bíða svona lengi eftir fyrsta sigrinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hreiðar átti frábæran leik í marki Gróttu.
Hreiðar átti frábæran leik í marki Gróttu. vísir/vilhelm

Hreiðar Levý Guðmundsson brosti út að eyrum eftir fyrsta sigur Gróttu í vetur. Þessi reynslumikli markvörður átti hvað stærstan þátt í sigri Seltirninga.

Hann varði vel allan leikinn og kórónaði frammistöðuna með því að verja lokaskot Einars Sverrissonar.

„Þetta er ótrúlega sætt. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ég hef aldrei þurft að bíða svona lengi eftir eftir fyrsta sigri áður,“ sagði Hreiðar eftir leik.

Hann var sammála blaðamanni Vísis að það hafi verið viðeigandi að hann varði síðasta skot leiksins.

„Það var mjög viðeigandi,“ sagði Hreiðar og hló.

Grótta var komin í góða stöðu, fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir. En Selfoss gafst ekki upp og var nálægt því að krækja í stig.

„Við gerðum okkur þetta of erfitt fyrir. Við höfum oft lent í þessari stöðu; að vera í jöfnum leik og klúðra okkar málum. Við vorum nálægt því núna,“ sagði Hreiðar.

„Við urðum dálítið hræddir og hægir. En vonandi verðum við með aðeins kaldari haus á lokamínútunum þegar mikið er undir eftir þennan sigur.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.