Viðskipti innlent

Dýrari póstur með færri sendingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forstöðumaður hjá Íslandspósti segir jólakortum ekki fækka í sama hlutfalli og öðrum pósti.
Forstöðumaður hjá Íslandspósti segir jólakortum ekki fækka í sama hlutfalli og öðrum pósti. vísir/ernir

Það kostar tæplega 70 prósentum meira að senda bréf með Íslandspósti í dag en það kostaði árið 2012. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir ástæðuna vera minna bréfamagn.

Kostnaðurinn við að senda allt að 50 gramma bréf með A-pósti, þannig að bréfi sé dreift næsta virka dag eftir póstlagningu, er 200 krónur en var 120 krónur árið 2012. Kostnaðurinn við að senda slíkt bréf með B-pósti, þannig að bréfinu sé dreift þremur virkum dögum seinna er 180 krónur en var 103 krónur árið 2012.

Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu léttari bréfa. Brynjar bendir á að þessi einkaréttur eigi að standa undir alþjónustuskyldunni sem pósturinn hefur. Það er að dreifa bréfum og sendingum allt að 20 kílóum, bæði innanlands og til útlanda, á hverjum virkum degi með tilheyrandi gæðum og á viðráðanlegu verði.

„Á síðustu tíu árum hefur bréfamagnið minnkað um meira en 50 prósent og á þessu ári um sjö prósent. Þannig að fyrst og fremst má rekja þessa hækkun til fækkunar bréfa,“ segir Brynjar Smári

Brynjar segir að auk þess sem bréfunum fækki verði dreifikerfið dýrara. „Dreifikerfið hefur stækkað með því að það er búið að byggja fleiri íbúðir og bréfalúgum fjölgar þar af leiðandi,“ segir hann.

Einn annasamasti tími póst­burðar­manna, aðventan, fer senn í hönd. Brynjar segist ekki hafa nákvæmar tölur um þróun í fjölda sendra jólakorta en þeim hafi fækkað. „En hlutfallslega ekki jafn mikið og öðrum pósti,“ segir hann.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í sumar drög að frumvarpi um afnám einkaréttar Íslandspósts, en þess í stað verði alþjónusta á óhagkvæmum markaðssvæðum fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Það frumvarp varð ekki að lögum áður en ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er Ísland eina landið á Norðurlöndunum þar sem einkaréttur er á dreifingu bréfa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
OSSRu
6,59
3
4.272
GRND
1,38
2
32.700
NYHR
0,56
3
1.344
SKEL
0,27
6
13.733

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-8,09
41
401.285
HAGA
-1,46
2
91.203
N1
-1,29
3
40.574
SIMINN
-0,83
3
125.150
VIS
-0,67
1
11.900