Fótbolti

Ekki búið að finna upp litasjónvarpið er Ítalía missti síðast af HM | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allt svarthvítt er Ítalía klikkaði síðast.
Allt svarthvítt er Ítalía klikkaði síðast.
Ítalía er ein sigursælasta knattspyrnuþjóð allra tíma en ítalska knattspyrnulandsliðið hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari í knattspyrnu.

Ítalía hefur þess utan farið sex sinnum í úrslitaleik HM. Síðast klikkaði þjóðin á því að komast á HM árið 1958, takk fyrir.

Þá var ekki einu sinni búið að finna upp litasjónvarpið sem og margt annað. Þá voru meira að segja 20 ár í að fyrirliði liðsins í dag, Gianluigi Buffon, fæddist.

Árið 1958 voru það Írar sem sáu til þess að Ítalía komst ekki á HM. Sjá má myndir úr þeim leik hér að neðan.


Tengdar fréttir

Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands

Í fyrsta skipti síðan 1958 verður ítalska landsliðið ekki með á HM í knattspyrnu. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á San Siro í kvöld og Svíar vinna því einvígið, 1-0, og fara til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×