Viðskipti innlent

ÁTVR íhugar opnun sérhæfðra Vínbúða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vínbúðir með sérstaka áherslu á bjór gætu litið dagsins ljós.
Vínbúðir með sérstaka áherslu á bjór gætu litið dagsins ljós.
ÁTVR kannar nú hvort grundvöllur sé fyrir sérhæfðari verslunum, fyrir vörur á borð við viskí og bjór, þar sem ynni starsfólk með sérþekkingu á viðkomandi vörum.

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um könnun, sem Zenter framkvæmdi fyrir Vínbúðarinnar, þar sem spurt var um þætti á borð við gæði, útlit og þjónustu verslana ÁTVR sem og mikilvægi þessi í augum aðspurðra að kælir væri í nálægustu Vínbúð. Ein spurninganna var að sama skapi um áhugann á sérhæfðari verslunum.

Haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, í Morgunblaðinu að Vínbúðirnar hafi áður gert sambærilegar þjónustukannanir en nú sé verið að líta til annarra þátta. Verið sé með þessari könnun að „kortleggja ferðalag viðskiptavinanna“ eins og hún orðar það. Þrátt fyrir að búið sé að vinna grunnvinnuna með starfsfólki og rýnihópi viðskiptavina sé allt ennþá á frumstigi.

Hvað sérhæfðu verslanirnar varðar segir Sigrún að ekki verði um að ræða eiginlegar sérverslanir þar sem aðeins fáist t.a.m. bjór eða vískí heldur að viskí-eða bjóráhugamenn geti gengið að öllu úrvalinu á einum stað. Þar verði þó líka allar aðrar vörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×