Fótbolti

Svíar rústuðu sjónvarpssetti í fagnaðarlátunum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sænsku leikmennirnir hreinlega misstu sig eftir að lokaflautið gall.
Sænsku leikmennirnir hreinlega misstu sig eftir að lokaflautið gall. vísir/getty

Svíar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að flautað var til leiksloka í umspilsleiknum gegn Ítalíu á San Siro í gærkvöldi.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli sem hentaði Svíum vel þar sem þeir unnu fyrri leikinn í Stokkhólmi með einu marki gegn engu.

Sænska liðið er því komið á HM á Rússland en það ítalska situr eftir með sárt ennið.

Gleðin var mikil hjá sænsku leikmönnunum sem réðust m.a. inn í beina útsendingu Eurosport við hliðarlínuna og rústuðu settinu.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

HM eða heimsendir

Það vantar ekki dramatíkina á forsíðu ítalska blaðsins La Gazzetta dello Sport í dag.

Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands

Í fyrsta skipti síðan 1958 verður ítalska landsliðið ekki með á HM í knattspyrnu. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á San Siro í kvöld og Svíar vinna því einvígið, 1-0, og fara til Rússlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.