Fótbolti

Svíar rústuðu sjónvarpssetti í fagnaðarlátunum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sænsku leikmennirnir hreinlega misstu sig eftir að lokaflautið gall.
Sænsku leikmennirnir hreinlega misstu sig eftir að lokaflautið gall. vísir/getty
Svíar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að flautað var til leiksloka í umspilsleiknum gegn Ítalíu á San Siro í gærkvöldi.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli sem hentaði Svíum vel þar sem þeir unnu fyrri leikinn í Stokkhólmi með einu marki gegn engu.

Sænska liðið er því komið á HM á Rússland en það ítalska situr eftir með sárt ennið.

Gleðin var mikil hjá sænsku leikmönnunum sem réðust m.a. inn í beina útsendingu Eurosport við hliðarlínuna og rústuðu settinu.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

HM eða heimsendir

Það vantar ekki dramatíkina á forsíðu ítalska blaðsins La Gazzetta dello Sport í dag.

Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands

Í fyrsta skipti síðan 1958 verður ítalska landsliðið ekki með á HM í knattspyrnu. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á San Siro í kvöld og Svíar vinna því einvígið, 1-0, og fara til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×