Erlent

„Mick, ég skulda þér bjór“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Charlie Fry hlaut nokkrar skrámur eftir samskipti sín við hákarlinn.
Charlie Fry hlaut nokkrar skrámur eftir samskipti sín við hákarlinn. Sky News
Breskur læknir slapp frá hákarli undan ströndum Ástralíu í gær með því að kýla hann í trjónuna.

Læknirinn, Charlie Fry, hafði verið renna sér á brimbretti um 40 metra frá landi þegar hákarlinn, sem var um tveir metrar að lengd, stökk upp úr sjónum og hafnaði á öxl mannsins. Hann segir að hákarlinn hafi komið að blindu hliðinni og að um mikið högg hafi verið að ræða.

Fry segist þá hafa slegið hákarlinn í trjónuna, eða efri skoltinn. Var það nóg til þess að hákarlinn missti áhugann og synti í burtu. Hann hafi sjálfur hoppað upp á brimbrettið sitt, náð öldu og siglt að landi.

„Ég sá hákarlinn koma upp úr sjónum og snúa hausnum að mér þannig að ég sló hann með vinstri hendi,“ segir Fry í samtali við fjölmiðla ytra. Hann segist hafa fengið innblástur frá brimbrettakappanum Mike Fanning sem varðist hákarlaárás í beinni sjónvarpsútsendingu árið 2015. Átök Fanning, sem hafði verið að keppa á brimbrettamóti, má sjá hér að neðan.

„Ég hugsaði: „Gerðu bara það sem Mick gerði, sláðu hann í trjónuna.“ Ef þú ert að horfa eða hlusta, Mick, ég skulda þér bjór.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×