Erlent

Þúsundir höfðust við undir berum himni á skjálftasvæðunum í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Margir Íranir óttast að hús þeirra kunni að hrynja í eftirskjálftum og þora því ekki að snúa aftur til síns heima.
Margir Íranir óttast að hús þeirra kunni að hrynja í eftirskjálftum og þora því ekki að snúa aftur til síns heima. Vísir/AFP
Þúsundir Írana höfðust í nótt við undir berum himni í töluverðum kulda vegna jarðskjálftans sem lagði stór svæði í landinu í rúst í fyrrakvöld.

Stjórnvöld í landinu leggja nú allt kapp á að koma hjálpargögnum til þeirra svæða sem verst urðu úti, meðal annars í fjallahéraðinu Kermanshah þar sem mörg hundruð heimili jöfnuðust við jörðu.

Tala látinna er nú komin upp í fjögur hundruð og eru slasaðir um sjö þúsund talsins. Skjálftinn, sem var 7,3 stig, reið yfir rétt við landamærin að Írak. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu í dag.

Flestir hinna látnu eru í Íran en hinum megin landamæranna íÍrak eru færri látnir enda héröðin þar mun dreifbýlli.

Margir Íranir óttast nú að hús þeirra kunni að hrynja í eftirskjálftum og þora því ekki að snúa aftur til síns heima.


Tengdar fréttir

Tala látinna í jarðskjálftanum rís

Rúmlega fjögur hundruð manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann í Íran og Írak og rúmlega sjö þúsund eru slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×