Golf

Ólafía upp um fimm sæti og hefur aldrei verið ofar á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili.
Ólafía er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur aldrei verið ofar á heimslistanum í golfi.

Ólafía er í 179. sæti nýs heimslista sem var gefinn út í gær. Hún stekkur upp um fimm sæti frá síðasta lista.

Ólafía endaði í 35. sæti á Blue Bay-mótinu í Kína um síðustu helgi. Með því varð endanlega ljóst að hún verður í efsta forgangsflokki kylfinga á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili.

Ólafía hefur einnig tryggt sér sæti á CME Glode-mótinu í Flórída sem er lokamót tímabilsins.

Shanshan Feng er komin á topp heimslistans en hún stekkur upp fyrir Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu.

Átta af 15 efstu kylfingum á heimslistanum koma frá Suður-Kóreu.

Heimslistann má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Í hugleiðslu í Víetnam

Ólafía tók sér frí á meðan fjórða mótið í Asíusveiflunni, mót í Japan, fór fram. Á meðan varði hún vikunni í Víetnam, á stað þar sem hún gat einbeitt sér að hugleiðslu og jóga.

Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér ekki aðeins áframhaldandi þátttökurétt á sterkustu mótaröð heims, heldur einnig sæti í efsta forgangsflokki sem og þátttökurétt á lokamóti ársins. Þar fá aðeins bestu kylfingar heims að keppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×