Lífið

Áfram í hjarta Kópavogs

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hér eru Benedikt Októ nemi, þá Gauti að klippa Ólaf Stefán Sigurðsson, fastan kúnna frá 1961, Birna Rut starfsmaður, Quentin frá Frakklandi, tímabundinn starfsmaður næstu sex mánuði, og Andri Týr með viðskiptavin í stólnum.
Hér eru Benedikt Októ nemi, þá Gauti að klippa Ólaf Stefán Sigurðsson, fastan kúnna frá 1961, Birna Rut starfsmaður, Quentin frá Frakklandi, tímabundinn starfsmaður næstu sex mánuði, og Andri Týr með viðskiptavin í stólnum. Vísir/Stefán
Eftir fimmtíu og sex ár á sama stað erum við að færa okkur um set, einu tímabili er að ljúka og annað að taka við. Það er bara spennandi. En við förum ekki langt heldur verðum áfram í hjarta Kópvogs,“ segir Gauti Torfason, hárskeri á stofunni Herramenn í Kópavogi sem er að flytja úr Neðstu­tröð 8 í Hamraborg 9.

Það var Torfi Guðbjörnsson, faðir Gauta sem stofnað fyrirtækið árið 1961 og Gauti kveðst hafa komið inn í það árið 1978.  „Andri Týr, sonur minn, ákvað svo að feta í fótspor okkar pabba árið 2003 þegar hann hóf nám í faginu, 16 ára gamall. Hann náði að vinna um tíma með afa sínum og var nú rekur hann stofuna með mér.

Við erum fjögur að vinna hér núna og það er standandi traffík alla daga, allan daginn, rýmið okkar í Neðstutröð er gersamlega sprungið,“ segir Gauti sem reiknar með að opna í Hamraborginni 23. nóvember með pompi og pragt og kveðst hlakka til eins og börnin til jólanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×