Viðskipti innlent

Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Samkvæmt íslenskri löggjöf eru innflutningstakmarkanir á fersku kjöti.
Samkvæmt íslenskri löggjöf eru innflutningstakmarkanir á fersku kjöti. Vísir/Heiða

EFTA-dómstóllinn birti í dag niðurstöðu sína þar sem staðfest er ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ).

Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í kjölfar innleiðingar stjórnvalda hér á landi á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla.

Samkvæmt íslenskri löggjöf eru innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, unnu sem óunnu, kældu sem frosnu, hvort sem um ræðir svína-, lamba-, nauta-, geita- eða alifuglakjöt.

Samtök verslunar og þjónustu töldu þetta bann ganga gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga og að eftirlitskerfi íslenskra stjórnvalda feli í sér landamæraeftirlit sem ekki sé í samræmi við löggjöf EES-samningsins.

Þessar ábendingar hafa því verið staðfestar af EFTA-dómstólnum, en þær eru einnig í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Íslenska ríkið hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu til Hæstaréttar en vænta má dóms í því máli vorið 2018.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.