Fótbolti

HM bikarinn kemur til Íslands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Styttan fer á loft í Rússlandi 15. júlí
Styttan fer á loft í Rússlandi 15. júlí mynd/coca-cola
Bikarinn sem veittur verður sigurvegurum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi verður á faraldsfæti um heiminn fyrir mótið, eins og oft áður, og í þetta skiptið mun hann hafa viðkomu á Íslandi.

Ísland er eins og alþjóð veit á leiðinni á Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar og hvort sem strákarnir ná í sigur þar eða ekki þá mun bikarinn koma til landsins.

„Við erum himinlifandi yfir því að geta haldið þessu tveggja ára langa íslenska fótboltapartýi gangandi,“ sagði vörumerkjastjóri Coca-Cola á Íslandi, Magnús Viðar Heimisson, í fréttatilkynningu frá Coca-Cola, en heimsreisa bikarsins er í boði fyrirtækisins.

„Bæði karla- og kvennalandsliðin okkar eru í hæsta gæðaflokki þessa stundina og við, aðdáendurnir, eigum að njóta þess! Koma HM-bikarsins til landsins í mars markar upphafið að enn einu fótboltasumrinu á Íslandi. Það verður líka frábært tækifæri fyrir íslensku þjóðina að kíkja aðeins á bikarinn sem strákarnir ætla að koma með heim aftur í júlí!“

Bikarinn fór af stað í Rússlandi í september og mun koma hingað til lands 25. mars 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×