Viðskipti innlent

Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 365/Anton Brink

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir íslensk stjórnvöld hafa brotið á EES-samningnum vísvitandi með innflutningstakmörkunum á ferskum búvörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda í kjölfars niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Lúxemborg um að slíkar takmarkanir séu ólögmætar.

Dómstóllinn telur þetta bann ganga gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálst vöruflæði. Íslensk löggjöf felur í sér innflutningstakmarkanir á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk.

Niðurstaða dómstólsins er í samræmi við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli aðildarfélags Samtaka verslunar og þjónustu gegn íslenska ríkinu. Því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er niðurstöðu að vænta vorið 2018.

„Þessi niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur verið fyrirséð lengi og kemur ekki á óvart. Þegar Alþingi ákvað á sínum tíma að viðhalda innflutningsbanni gagnvart ferskum búvörum var það að brjóta EES-samninginn vísvitandi,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

„Nú getur íslenska ríkið ekki lengur dregið lappirnar í þessu máli. Það þarf einfaldlega að afnema innflutningsbannið og leyfa innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum úr ógerilsneyddri mjólk.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.