Fótbolti

Fær tvöfalt hærri laun ef hann tekur við Skotum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael O'Neill er í guðatölu á N-Írlandi.
Michael O'Neill er í guðatölu á N-Írlandi. vísir/getty

Skoska knattspyrnusambandið vill fá Michael O'Neill sem næsta þjálfara skoska landsliðsins og eru tilbúnir að borga honum vel.

O'Neill hefur náð eftirtektarverðum árangri með n-írska landsliðið. Hann kom N-Írum á EM 2016, fyrsta stórmót þeirra í 30 ár, en þeir rétt misstu svo af sæti á HM í Rússlandi.

Skotar eru í þjálfaraleit eftir að Gordon Strachan hætti eftir að skoska liðinu mistókst að komast á HM.

O'Neill er efstur á óskalista Skota og hann fær tvöfalt hærri laun en hann er með ef hann tekur við skoska liðinu.

Bandaríkin hafa líka áhuga á að ráða O'Neill. Hann á fjölskyldu í Chicago og hefur áhuga á að þjálfa í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Markalaust er Sviss komst á HM

Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.