Fótbolti

Fær tvöfalt hærri laun ef hann tekur við Skotum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael O'Neill er í guðatölu á N-Írlandi.
Michael O'Neill er í guðatölu á N-Írlandi. vísir/getty
Skoska knattspyrnusambandið vill fá Michael O'Neill sem næsta þjálfara skoska landsliðsins og eru tilbúnir að borga honum vel.

O'Neill hefur náð eftirtektarverðum árangri með n-írska landsliðið. Hann kom N-Írum á EM 2016, fyrsta stórmót þeirra í 30 ár, en þeir rétt misstu svo af sæti á HM í Rússlandi.

Skotar eru í þjálfaraleit eftir að Gordon Strachan hætti eftir að skoska liðinu mistókst að komast á HM.

O'Neill er efstur á óskalista Skota og hann fær tvöfalt hærri laun en hann er með ef hann tekur við skoska liðinu.

Bandaríkin hafa líka áhuga á að ráða O'Neill. Hann á fjölskyldu í Chicago og hefur áhuga á að þjálfa í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Markalaust er Sviss komst á HM

Sviss og Norður-Írland skildu jöfn 0-0 á St. Jakobs Park-vellinum í Basel í leik sem lauk rétt í þessu en eftir 1-0 sigur Sviss í fyrri leik liðanna á dögunum verður það Sviss sem fer á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×