Handbolti

Seinni bylgjan: Haukur er jafngóður og Gísli Þorgeir, ef ekki betri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir að það sé full mikið látið með FH-inginn Gísla Þorgeir Kristjánsson.

Sebastian kom í þáttinn í gær vopnaður samanburði á síðustu þremur leikjum Gísla og Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar sem hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu í vetur.

„Það er auðvitað geggjað hæp í kringum Gísla sem er frábært efni og verður okkar besti handboltamaður í 10-15 ár,“ sagði Sebastian.

„Það eru allir að segja að hann eigi að fara á EM í Króatíu. Haukur er yngri. Af hverju á hann ekki að fara? Bara svona til að skapa mér ennþá meiri vinsældir í Hafnarfirði,“ bætti Sebastian við.

Hann segir tími Gísla með landsliðinu komi fyrr en seinna og það sé engin ástæða til að ana að neinu.

„Það liggur ekkert á með Gísla. Það er það sem ég er að segja. Þessi tölfræði sýnir að það er einn yngri sem er jafngóður, ef ekki betri,“ sagði Sebastian.

Jóhann Gunnar Einarsson er á því að Gísli sé betri leikmaður. Hann fagnar því hins vegar að tveir svona framúrskarandi ungir leikmenn komi fram á sjónarsviðið á sama tíma.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Samanburður á tölfræði Hauks og Gísla. grafík/seinni bylgjan

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.