Körfubolti

Stelpurnar komnar til Slóvakíu | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar eru komnar á áfangastað.
Íslensku stelpurnar eru komnar á áfangastað. vísir/andri marinó

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er komið til Ruzomberok í Slóvakíu þar sem þær mæta heimakonum í öðrum leik sínum í undankeppni EM á morgun.

Að því er fram kemur á Facebook-síðu Körfuknattleikssambands Íslands komu leikmenn og fylgdarlið til Ruzomberok í gær eftir 17 tíma ferðalag.

Stelpurnar tóku létta æfingu í morgun þar sem landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson rifjaði m.a. upp gamla takta. Íslenska liðið æfir svo í keppnishöllinni seinni partinn.

Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni fyrir Svartfjallandi á laugardaginn, 62-84.

Ívar gerði tvær breytingar á 12 manna hópi Íslands frá þeim leik. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir komu inn í hópinn í staðinn fyrir Ragnheiði Benónísdóttir og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af stelpunum okkar.


Tengdar fréttir

Samvinna sem gefur góð fyrirheit

Það var ramman reip að draga hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 á laugardaginn. Svartfellingar voru alltaf skrefinu framar og unnu á endanum 22 stiga sigur, 62-84.

Ívar: Fyrri hálfleikurinn var frábær

Þrátt fyrir tap fyrir Svartfjallalandi, 62-84, í dag var Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, ánægður með frammistöðu sinna stelpna í leiknum.

Helena: Losnaði um Hildi undir körfunni

Helena Sverrisdóttir var aðeins einni stoðsendingu frá því að vera með þrefalda tvennu þegar Ísland tapaði 62-84 fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.