Körfubolti

Stelpurnar komnar til Slóvakíu | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar eru komnar á áfangastað.
Íslensku stelpurnar eru komnar á áfangastað. vísir/andri marinó
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er komið til Ruzomberok í Slóvakíu þar sem þær mæta heimakonum í öðrum leik sínum í undankeppni EM á morgun.

Að því er fram kemur á Facebook-síðu Körfuknattleikssambands Íslands komu leikmenn og fylgdarlið til Ruzomberok í gær eftir 17 tíma ferðalag.

Stelpurnar tóku létta æfingu í morgun þar sem landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson rifjaði m.a. upp gamla takta. Íslenska liðið æfir svo í keppnishöllinni seinni partinn.

Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni fyrir Svartfjallandi á laugardaginn, 62-84.

Ívar gerði tvær breytingar á 12 manna hópi Íslands frá þeim leik. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir komu inn í hópinn í staðinn fyrir Ragnheiði Benónísdóttir og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af stelpunum okkar.


Tengdar fréttir

Ívar: Fyrri hálfleikurinn var frábær

Þrátt fyrir tap fyrir Svartfjallalandi, 62-84, í dag var Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, ánægður með frammistöðu sinna stelpna í leiknum.

Helena: Losnaði um Hildi undir körfunni

Helena Sverrisdóttir var aðeins einni stoðsendingu frá því að vera með þrefalda tvennu þegar Ísland tapaði 62-84 fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 í kvöld.

Samvinna sem gefur góð fyrirheit

Það var ramman reip að draga hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 á laugardaginn. Svartfellingar voru alltaf skrefinu framar og unnu á endanum 22 stiga sigur, 62-84.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×