Lífið

Finnsku hjónin reyndu aftur við glerkúluna frægu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alltaf skemmtileg myndbönd frá finnsku hjónunum.
Alltaf skemmtileg myndbönd frá finnsku hjónunum.

Finnsku Hydraulic Press hjónin tóku sig til og birtu myndband í vikunni og hafa þau greinilega ekki gefist upp á glerkúlunni sem gengur undir nafninu Prince Rubert‘s Drop.

Í byrjun ársins náði umrædd glerkúla að gera dæld á vökvapressuna frægu sem hjónin nota ávallt til að kremja hluti.

Glerkúlur sem þessar ganga undir nafninu Prince Rubert‘s Drop, eða Dropi Rúberts prins, eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir að í raun eru þær sterkari en stál, en í senn mjög viðkvæmar.

Að þessu sinni reyndu þau að sprengja glerkúluna í loft upp og má sjá niðurstöðuna hér að neðan.


Tengdar fréttir

Æskan kramin í mauk

Finnsku Hydraulic Press hjónin er ávalt að bralla eitthvað og gleðja okkur hin á Youtube.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.