Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Skógasandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slysið varð á Suðurlandsvegi við Skógasand.
Slysið varð á Suðurlandsvegi við Skógasand. loftmyndir.is

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi á Skógasandi nú á öðrum tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman á veginum.

Samkvæmt upplýsingum Vísis eru fjórir slasaðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en afturkölluð þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Uppfært klukkan 14:25: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var alvarleiki slyssins minni en talið var í fyrstu. Fjórir voru fluttir á slysadeild en enginn þeirra er í lífshættu eða mjög alvarlega slasaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.