Körfubolti

Jón Axel valinn leikmaður vikunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel byrjar tímabilið af krafti.
Jón Axel byrjar tímabilið af krafti. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson var valinn leikmaður vikunnar í Atlantic 10 deild háskólaboltans í Bandaríkjunum ásmt Josh Cunningham, leikmanni Dayton.

Jón Axel átti frábæran leik þegar Davidson rúllaði yfir Charleston, 110-62.

Grindvíkingurinn skoraði 24 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á ferli sínum í bandaríska háskólaboltanum.

Jón Axel tók einnig níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum og var því hársbreidd frá því að vera með þrefalda tvennu.

Leikstjórnandinn snjalli tapaði boltanum aldrei í leiknum, var með 70% skotnýtingu og 100% vítanýtingu.

Jón Axel er á sínu öðru tímabili með Villköttunum í Davidson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.