Körfubolti

Jón Axel valinn leikmaður vikunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel byrjar tímabilið af krafti.
Jón Axel byrjar tímabilið af krafti. vísir/getty
Jón Axel Guðmundsson var valinn leikmaður vikunnar í Atlantic 10 deild háskólaboltans í Bandaríkjunum ásmt Josh Cunningham, leikmanni Dayton.

Jón Axel átti frábæran leik þegar Davidson rúllaði yfir Charleston, 110-62.

Grindvíkingurinn skoraði 24 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á ferli sínum í bandaríska háskólaboltanum.

Jón Axel tók einnig níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum og var því hársbreidd frá því að vera með þrefalda tvennu.

Leikstjórnandinn snjalli tapaði boltanum aldrei í leiknum, var með 70% skotnýtingu og 100% vítanýtingu.

Jón Axel er á sínu öðru tímabili með Villköttunum í Davidson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×