Viðskipti innlent

Wow selur flugvélar og leigir þær aftur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum.
Airbus A-321 á Reykjavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. Vísir/vilhelm
WOW air hefur gert sölu- og endurleigusamning við flugvélaleiguna SKY Leasing en samningurinn var undirritaður í dag. Um er að ræða sölu á tveimur Airbus A321ceo vélum, árgerð 2018, sem flugfélagið keypti beint frá Airbus.

Flugvélarnar voru greiddar að hluta á síðasta ári en samningurinn við SKY Leasing þýðir að við afhendingu flugvélanna fær WOW air um 4 milljarða króna. Fyrri flugvélin verður afhent í janúar 2018 og seinni vélin í apríl 2018. Vélarnar verða skráðar og reknar á flugrekstrarleyfi WOW air og notaðar í leiðarkerfi félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Wow air.

„Með þessum samningi hefur WOW air fullfjármagnað rekstur félagsins út árið 2019. Einnig hefur flugfélagið fullfjármagnað flugvélaþörf sína út 2019 en nú þegar liggur fyrir að félagið muni fá sjö nýjar Airbus vélar á næsta ári, þar af fjórar glænýjar 364 sæta Airbus 330neo vélar sem munu koma til landsins í lok næsta árs,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×