Innlent

Þyrlu Gæslunnar snúið við í tvígang vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Síðan var hún afturkölluð en svo var beðið um að henni yrði snúið við til að sækja manneskju sem slasaðist í árekstrinum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins. Síðan var hún afturkölluð en svo var beðið um að henni yrði snúið við til að sækja manneskju sem slasaðist í árekstrinum. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni að sækja slasaða manneskju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsvegi austan við Skóga á öðrum tímanum í dag. Þyrlan var kölluð út þegar tilkynning barst um slysið klukkan 13:14 en var síðan afturkölluð.

Sjá einnig:
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Henni hefur nú verið snúið við og mun að minnsta kosti flytja einn hinna slösuðu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en ekki liggur fyrir hvort verði með hina þrjá sem slösuðust á Landspítalann eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri skullu saman í árekstrinum og voru tveir í hvorum bíl, farþegi og ökumaður. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að aðstæður á Suðurlandsvegi hafi ekki verið góðar þegar slysið varð; snjóþekja yfir öllu, mikil hálka og leiðindafæri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.