Lífið

„Okkur óraði ekki fyrir þessum frábæru viðtökum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Armbönd og annar varningur hefur selst vel.
Armbönd og annar varningur hefur selst vel.

Perluarmböndin hjá Krafti hafi slegið í gegn hér á landi undanfarna mánuði. Á síðustu tíu mánuðum hefur Kraftur, stuðningsfélag selt samtals 6.100 perluarmbönd og virðist ekkert lát vera á sölunni, ef marka Huldu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. 

„Okkur óraði ekki fyrir þessum frábæru viðtökum og höfum varla undan að framleiða armböndin,“ segir Hulda og getur þess að öll armböndin séu unnin af sjálfboðaliðum víðs vegar um landið.

„Við auglýsum eftir sjálfboðaliðum þar sem við komum saman og oftar en ekki kemur fjöldi manns að perla, jafnvel heilu stórfjölskyldurnar.“

Að sögn Huldu hafa einnig hin ýmsu fyrirtæki boðist til að  perla fyrir félagið og hefur þá starfsfólk þeirra fengið að gera það á vinnutímanum.

Á armböndunum stendur „Lífið er núna“ og hefur Kraftur tileinkað sé þá setningu sem er m.a. áletrunin á nýjum varningi í vefverslun félagsins, bolum og taupokum.

„Við erum mjög stolt af þessu slagorði og höfum orðið vör við að margir eru farnir að tileinka sé þessa setningu á samfélagsmiðlum,“ segir Hulda.

Þann 4. nóvember sl. Perlaði fjöldinn allur af sjálfboðaliðum á Akureyri og þann 26. þessa mánaðar munu sjálfboðaliðar á Hvolsvelli taka til hendinni.

„Við erum afskaplega þakklát því góða fólki sem leggur okkur lið við perlunina – enda veitir ekki af því armböndin stoppa stutt við hjá okkur. Við búumst við mikilli fjölgun pantana núna fyrir jólin – enda er fólk þegar farið að panta armbönd í jólapakkana,“ segir Hulda og hvetur fólk til að panta tímanlega og minnir einnig á jólakonfektið frá Nóa sem selt er hjá Krafti í fjáröflunarskyni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.