Lífið

Jóhannes gjörbreytir hæð í Hlíðunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórt og mikið verkefni framundan hjá Jóhannesi.
Stórt og mikið verkefni framundan hjá Jóhannesi.

Þátturinn Gulli Byggir var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og var fylgst með allsherjar yfirhalningu á hæð í Drápuhlíðinni í Reykjavík.

Jóhannes Helgi Gíslason keypti sér eignina í júlí í fyrra og fékk fljótlega leyfi til að breyta íbúðinni.

Jóhannes skoðaði 54 eignir árið 2016 áður en hann fjárfesti íbúðinni í Drápuhlíð. Markmiðið er að taka niður nokkra burðaveggi, stækka baðherbergið, færa til eldhúsið, mála og margt fleira.

Í þættinum í gær var fylgst með niðurrifinu og hvernig best sé að taka niður veggi. Íbúðin var í raun óþekkjanleg eftir þáttinn í gær og spurning hvernig útkoman verður en frá því verður greint í næsta þætti.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.