Enski boltinn

Unsworth í útilegu á Goodison

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Unsworth náði loksins í sigur í síðasta leik
David Unsworth náði loksins í sigur í síðasta leik vísir/getty

David Unsworth, bráðabirgðastjóri Everton, svaf eina nótt undir berum himni í áhorfendastúkunni á Goodison Park í söfnunarátaki á vegum félagsins.

Þetta var annað árið í röð sem Unsworth sefur í stúkunni með leikmönnum U23 liðs Everton, og í þetta skiptið mættu um 200 stuðningsmenn og tóku þátt í útilegunni.

Viðburðurinn á að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Liverpool-borg og er undir yfirskriftinni „Heimilið er þar sem hjartað er."

„Ég var skuldbundinn því að taka þátt í þessu, og loforð er loforð,“ sagði Unsworth, en hans menn í Everton fara til Crystal Palace í botnslag í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

„Ekkert er mér mikilvægara en að hafa verið hér í nótt.“

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.