Enski boltinn

Unsworth í útilegu á Goodison

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Unsworth náði loksins í sigur í síðasta leik
David Unsworth náði loksins í sigur í síðasta leik vísir/getty
David Unsworth, bráðabirgðastjóri Everton, svaf eina nótt undir berum himni í áhorfendastúkunni á Goodison Park í söfnunarátaki á vegum félagsins.

Þetta var annað árið í röð sem Unsworth sefur í stúkunni með leikmönnum U23 liðs Everton, og í þetta skiptið mættu um 200 stuðningsmenn og tóku þátt í útilegunni.

Viðburðurinn á að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Liverpool-borg og er undir yfirskriftinni „Heimilið er þar sem hjartað er."

„Ég var skuldbundinn því að taka þátt í þessu, og loforð er loforð,“ sagði Unsworth, en hans menn í Everton fara til Crystal Palace í botnslag í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

„Ekkert er mér mikilvægara en að hafa verið hér í nótt.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×