Fótbolti

Gylfi fyrirliði gegn Katar og Diego byrjar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór spilar gegn Katar í dag.
Gylfi Þór spilar gegn Katar í dag. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Katar sem hefst klukkan 16.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gylfi Þór spilaði ekki þegar að Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 2-1, í síðustu viku þegar liðin mættust í Doha, þar sem leikurinn í dag fer einnig fram.

Liðið er mikið breytt frá síðasta leik en meðal byrjunarliðsmanna í dag er Diego Johannesson sem var kallaður inn í hópinn vegna meiðsla Birkis Más Sævarssonar.

Ísland hefur leikinn í 4-5-1 leikkerfinu með Viðar Örn Kjartansson sem fremsta mann.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Mark: Ögmundur Kristinsson

Vörn: Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson, Ragnar Sigurðsson og Diego Johannesson

Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Arnór Smárason, Gylfi Sigurðsson (f), Rúnar Már Sigurjónsson og Rúrik Gíslason

Sókn: Viðar Örn KjartanssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.